layer6
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@simnet.is
Yfirlit ársins 2012
merki_125-125
Þjóðskjalasafn Íslands
layer6
layer6
Húnahornið
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk
Yfirlit ársins 2012
mánudagur 11. feb. 2013

Vel hefur gengið að skrá og skanna ljósmyndir safnsins, en þær eru um 15.200 talsins. Farið var í gegnum öryggismál á árinu og var gerður samningur við Símann um öryggisafritun gagna og mynda. Læstir stálskápar voru keyptir af Léttitækni en þeir eru ætlaðir fyrir trúnaðargögn sem berast safninu. Fyrirspurnir hafa borist jafnt og þétt bæði símleiðis og í tölvupósti, er þeim svarað eins fljótt og unnt er.

Gestum safnsins hefur fækkað talsvert en einungis 54 skráðu sig í gestabókina og afhendingar hafa verið 14 að þessu sinni.

Héraðsskjalavörður vill þakka fyrir þær afhendingar sem borist hafa á þessu ári en jafnframt minna á að alltaf er hægt að taka við meiru, jafnt skilaskyldu efni sem og einkaskjölum eða myndum.

Til baka