layer6
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@blonduos
merki_125-125
Þjóðskjalasafn Íslands
Húnahornið
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk

7.10. 2020

Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu fékk til varðveislu og eignar, safn ættrakningar Guðmundar Paul Jónssonar, á rafrænu formi.

Safn þetta nær yfir 160 þúsund einstaklinga, víða á landinu og inniheldur mikið magn miðaldarakninga í Evrópu. Byrjað var að skrá á tölvutækt form árið 1990.

Vill héraðsskjalavörður þakka Guðmundi fyrir svo höfðinglega gjöf, sem á eftir að koma næstu kynslóðum til góða við leit að forfeðrum sínum.

Stefnt er að halda kynningu á ættfræðigrunninum fyrri hluta árs 2021 og verður hann síðan gerður aðgengilegur fyrir alla.

Svala Runólfsdóttir héraðsskjalavörður

Til baka