layer6
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@blonduos.is
Hlutverk
Húnahornið
layer6
Þjóðskjalasafn Íslands
layer6
merki_125-125
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk

Hlutverk Héraðsskjalasafns Austur Húnavatnssýslu er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra heimilda um starfsemi og sögu héraðsins til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnana þeirra svo og fyrir einstaklinga.

Þetta er gert til þess að tryggja hagsmuni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjalasafnið annast einnig eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu.

Safnið er opið öllum, hvort sem þeir eru að vinna að einhverju hávísindalegu verkefni, skrifa sögu félags eða fyrirtækis, skrifa skólaritgerð, leita að heimildum um húsið sitt eða landareign, leita að ættingjum sínum og uppruna eða bara að skoða eitthvað úr fortíðinni.

Dagleg verkefni felast einkum í innheimtu, móttöku, skráningu og frágangi skjala, hvort heldur er frá sveitarfélögum sem að safninu standa eða einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á safnsvæðinu. Auk þess aðstoða gesti á lestrarsal við heimildaleit og annast afgreiðslu fyrirspurna.