layer6
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@simnet.is
layer6
07.09.2016
merki_125-125
Þjóðskjalasafn Íslands
Húnahornið
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk
Mætt voru nemendur 6. bekkjar Blönduskóla í heimsókn á skjalasafnið, ásamt tveimur kennurum þeim Berglindi M. Björnsdóttur og Sigríði E. Jóhannesdóttur. Voru þetta fróðleiksfúsir og prúðir krakkar sem spurðu út í ýmislegt og gaman var að segja þeim frá verkefnum og aðföngum þeim sem safnið geymir. Er þetta nauðsynlegur liður í því að kynna fyrir ungu kynslóðinni hvað verður um gömlu hlutina og að ekki megi bara henda öllu sem úrelt er. Þannig glatast upplýsingarnar um liðinn tíma. Eru þessar heimsóknir frá skólanum að verða árlegur viðburður og vonandi heldst það þannig áfram.
Takk fyrir komuna krakkar það er gaman að fá ykkur í heimsókn og náttúrulega kennarana líka.

Til baka